Myndir frá öskudegi

Að venju var öskudagurinn skemmtilegur og líflegur. Allir nemendur og allt starfsfólk skólans lagði mikinn metnað í búninga sem áður og danskennarinn Jón Pétur stjórnaði af sinni alkunnu snilld leikjum og fjöri í íþróttahúsi eftir hádegismat. Að venju var búningakeppni þar sem fengnir voru utanaðkomandi dómarar. Sigurvegari í ár var 10 bekkur og fá þau að launum pizzuveislu. Eftir skemmtun í íþróttahúsi fóru nemendur að syngja fyrir starfsfólk fyrirtækja á svæðinu þar sem vel var tekið á móti þeim með nammi, poppi eða öðru skemmtilegu. 

Hér má sjá nokkrar  myndir frá  öskudeginum 2020