Miðstig kynnir Húnaþing vestra

Nemendur á miðstigi í sköpun hafa síðustu vikur verið að vinna verkefni um Húnaþing vestra.  Þau hafa farið í ótal kynningar til fyrirtækja á Hvammstanga og fengið góðar móttökur.  Þau hafa svo tekið viðtöl við stjórnendur fyrirtækja og útbjuggu veggspjöld með helstu upplýsingum. Þeim langaði að gera meira og eftir heimsókn Unnar sveitarstjóra sem kom með þá hugmynd að gera myndband ákváðu þau að gera myndband um Húnaþing vestra og má sjá afraksturinn hér.  Þið þurfið hugsanlega að smella tvisvar á play svo myndbandið hefjist.

Frábært verkefni hjá þeim!