Matsteymi 031 fundur

Matsteymi 031 fundur 

1. mars  2022

Mættir:

Sigurður Þór Ágústsson, Lára Helga Jónsdóttir, Ragnheiður Sveinsdóttir, Dagrún Sól Barkardóttir.  

  1. Gæðaviðmið um frístundastarf.

Lokið yfirferð gæðaviðmiða um frístundastarf. 

  1. Innleiðing á jákvæðum aga. Rætt um innleiðingu og það að eftirfylgni er ekki nægjanleg. Rætt um þá hugmynd að setja niður fasta kennarafundi til að fylgja eftir innleiðingu. Lagt til að fastir kennarafundir til innleiðingar á jákvæðum aga verði 14:40 - 15:10 á miðvikudögum. Hver fundur ákveður næsta fund, hvort allir mæti saman eða unnið í minni hópum , t.d eftir stigum. Verkefni funda verður handbókin og eftirfarandi:

  • Hver eru markmiðin?

  • Hvaða leiðir förum við til að ná markmiðum? (Starfsfólk, nemendur)

  • Hvaða viðmið höfum við um árangur innleiðingar? 

  • Hvernig metum við árangurinn?