- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Friðrik Dór, Vignir Snær, Stulli upptökumaður frá RÚV, og forsvarskonur verkefnisins komu til að vinna með nemendum þennan dag. Dagurinn var fjölbreyttur og gefandi þar sem allir þátttakendur unnu saman að því að fullkomna lagið. Nemendurnir fengu einstakt tækifæri til að vinna með fagfólki og læra um upptökuferli og tónlistargerð.
Samhliða vinnu við lagið unnu þátttakendur einnig að myndbandi sem fylgir því. Þetta var skapandi ferli þar sem nemendur fengu að leggja sitt af mörkum og vera virkir þátttakendur í allri framleiðslunni. Svo þótti vel við hæfi að bjóða öllum nemendum upp á Iceguys ís eftir að hafa snætt hádegismatinn.
Lagið verður frumflutt í sjónvarpsþætti Málæðis á RÚV þann 16. nóvember. Þátturinn er framleiddur að tilefni Dags íslenskrar tungu og leggur áherslu á að efla og fegra íslensku tungu meðal ungs fólks. Fyrir skólann okkar er þetta stórkostlegt tækifæri og við erum mjög stolt af Emelíu og öllum þeim nemendum sem tóku þátt í þessari ógleymanlegu upplifun.
Við hvetjum alla til að fylgjast með þættinum í nóvember og styðja við nemendur okkar í þessu spennandi verkefni sem tengir saman tónlist, tungumál og sköpun.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is