- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi var haldin, þriðjudaginn 7. mars og sá Grunnskóli Húnaþings vestra um lokahátíðina að þessu sinni. Keppnin er tileinkuð Grími heitnum Gíslasyni, fréttaritara og fyrrum bónda frá Saurbæ í Vatnsdal. Markmið keppninnar er að glæða tilfinningu og metnað húnvetnskra grunnskólanema fyrir íslensku máli og framsögn.
Að þessu sinni fóru tveir keppendur frá Húnavallaskóla en ekki þrír þar sem að aðeins tveir nemendur eru í 7. bekk. þau Einar Pétursson og Iðunn Eik Sverrisdóttir.
Dómarar voru Þorleifur Hauksson, Sigrún Grímsdóttir og Sigrún Einarsdóttir.
Keppendur lásu brot úr sögunni Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur og ljóð að eigin vali.
Úrslit urðu þessi:
1. Iðunn Eik Sverrisdóttir Húnavallaskóla
2. Isaiah Davíð Þuríðarson Jacob Blönduskóla
3. Ásdís Aþena Magnúsdóttir Grunnskóla Húnaþings vestra
Keppendur stóðu sig allir mjög vel og ekki auðvelt að dæma. Því var að þessu sinni veitt aukaverðlaun fyrir góða frammistöðu og þau hlaut Embla Sif Ingadóttir Höfðaskóla.
Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn veittu peningaverðlaun fyrir fyrstu 3 sætin.
Allir keppendurnir fengu síðan tvenn bókaverðlaun.
Að lokum var farandskjöldur afhentur en skjöldurinn var gefinn af sjóði sem stofnaður var til heiðurs Grími Gíslasyni. Sá skóli sem hlýtur 1. sætið varðveitir skjöldinn fram að næstu keppni og kom það í hlut Húnavallaskóla að þessu sinni.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is