- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Í mörgum skólum á landinu er frábært verkefni sem kallast lestrarömmur og lestrarafar. Verkefnið er þannig að „ömmur“ og/eða „afar“ koma í skólana og láta börn lesa fyrir sig.
Okkur í Grunnskóla Húnaþings vestra langar til að hefja verkefni sem þetta og því leitum við til ykkar. Eru einhverjir áhugasamir sem eiga mögulega lausan klukkutíma eða fleiri á viku?
Rétt er að taka fram að þetta þurfa að sjálfsögðu ekki að vera eiginlegar ömmur eða afar.
Ef þið hafið áhuga á að gerast lestrarömmur eða lestrarafar hjá okkur endilega hafið samband við Helgu, ritara skólans, í síma 455-2900 eða sendið tölvupóst á grunnskoli@hunathing.is
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is