Lestrarátak í 6. bekk

Í lestrarátakinu í 6. bekk sem Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir stýrir eiga nemendur að lesa upphátt  í minnst 10 mín á dag.  Eftir tvær vikur verður tekið saman hver hefur lesið í lengstan tíma og hvað bekkurinn hefur varið miklum tíma í lestur í janúar.  Allir nemendur taka virkan þátt í átakinu og áhuginn á lestri er mikill.  Nemendur eru nú farnir að lesa mun meira en 10 mínútur á dag og 3 nemendur lásu upphátt óvenju lengi fyrir daginn í dag heimafyrir. Haukur Ingi, Hjalti og Tinna eru öðrum fyrirmyndir í frábæru verkefni sem hvetur til lesturs, bæði til þess að njóta hans og þjálfa lestrarfærni sem er undirstaða náms.

Svona lengi lásu þessi þrjú í gær heima, keppnisskapið leynir sér ekki og þau eiga hrós skilið:

1. Haukur Ingi - 48 mínútur

2. Hjalti - 33 mínútur

3. Tinna - 30 mínútur

Einnig fylgir mynd sem sýnir eitthvað af bókunum sem þau eru að lesa. 

Bækur