Lestrarátak 9. bekkur S og E & 10. bekkur.

Lestrarátak mun verða keyrt í gang í næstu viku og nær það yfir rúmar fjórar vikur.  Það eru 2 vikur fyrir páska (1. – 14. apríl ) og rúmlega 2 vikur eftir  páska (23. apríl – 10. maí).

Lestrarátakið fer þannig fram að nemendur fá með sér lestrarmiða heim þar sem þau eiga að lesa sjálf 5x í viku í að minnsta kosti 20 mín. og kvitta sjálf að lestri loknum.  Þar af lesa þau 2 x 10 mínútur upphátt fyrir foreldra/forráðamenn sem þá kvitta fyrir lesturinn að lestri loknum.  Athugið að þetta er hluti af námsmati og mikilvægt að bæði nemendur og foreldrar sinni þessu vel.

Unnið verður með þessi hæfniviðmið.

Að nemandi:

-      Geti lesið texta af öryggi og með góðum skilningi, lagt mat á þá og túlkað.

-      Skilið mikilvægi þess að geta lesið og eflt eigið læsi.

-      Geti valið og beitt mismunandi aðferðum við lestur.

Það er komið dágott safn af bókum inn í stofuna hjá 9.S sem 9.E og 10. bekkur hafa einnig aðgang að og þau skrá á þar til gerðan lista hvaða bók þau eru að lesa.  Vart þarf að minna á að það er sallafínt bókasafn á staðnum sem er um að gera að nýta sér.

Þeir sem vilja rifja upp læsisstefnu skólans geta gert það hér