Lesfimi - áfangaskýrsla í mars 2019

Helstu niðurstöður:

  • Skólinn er að meðaltali að ná 1. viðmiði Í öllum árgöngum
  • Framúrskarandi árangur nemenda í 4. árgangi og 7. árgangi.
  • Meðalfjölgun orða á mínútu á yngsta- og miðstigi er 20 atkvæði á milli fyrirlagna.
  • Herða þarf róðurinn í árgöngum 3, 5, 6 og 8 til að þeir ná landsmeðaltali.
  • 1., 2. og 7. bekkur ná viðmiðum mms um lestrarfærni. Aðrir árgangar þarfnast töluverðar þjálfunar

 Lesfimi

Aðgerðir sem læsisteymi leggur til:

  • Umsjónarkennurum falið að ítreka til foreldra mikilvægi þjálfunar á lestri heima og ganga úr skugga um að lestrarþjálfun eins og læsisstefna skólans segir til um í skólanum sé sinnt.
  • Skólastjóri kallar eftir nöfnum þeirra nemenda sem ekki ná 1. viðmiði en fá fullnægjandi þjálfun heima og í skóla. Stoðþjónusta mun skoða hvernig er hægt að styðja við þann hóp sérstaklega.
  • Skólastjóri kallar eftir sérstakri þjálfun nemenda í áröngum 3., 4., 5., 6., 8., 9. og 10. frá umsjónarkennurum.
  • Allir nemendur sem mælast undir viðmiðum fara í orðleysupróf og próf í sjónrænum orðaforða.
  • PALS þjálfun verði skilyrði í 1. - 4. bekk og jafnvel ofar.
  • Kennarar hafa skilað upplýsingum um nemendur sem ekki ná viðmiðum en fá fulla þjálfun heima og  skóla. Þeir nemendur fá þjálfun hjá stoðþjónustu t.d. varðandi lesskilning.

 

Skýrsluna í heild má nálgast hér.