- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Í Grunnskóla Húnaþings vestra hefur verið horft á nýjar leiðir í námsmati í samvinnu við skólana á Húnavöllum, Blönduósi og Skagaströnd. Þessi samvinna hófst haustið 2017 og eru skólarnir á öðru ári í þessari innleiðingu sem kallast leiðsagnarmat. Leiðsagnarmat er svo sem ekki nýtt fyrirbæri í sjálfu sér en kjarninn í þessari nálgun á námsmati er að nemandinn fær skýra sýn á markmið viðfangsefna og leiðsögn til að leysa þau sem best úr hendi.
Leiðsagnarmat er námsmatsaðferð til þess að læra af og nýtist bæði nemendum og kennurum. Fyrir kennara nýtist hún til að bæta og ígrunda eigin kennslu, kennsluaðferðir og upplýsingagjöf. Fyrir nemendur felur matið í sér sjálfsskoðun í samvinnu við kennara eða samnemendur. Þeir fá tækifæri til þess að velta fyrir sér eigin námi, taka þátt í gagnkvæmri endurgjöf og skipuleggja nám sitt út frá sínum forsendum. Markmiðið er að nemandinn efli námsvitund sína, og skilji styrkleika og veikleika sína og þar með ábyrgð og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Til að setja þessa námsmatsaðferð í samhengi við kennslu sem flestir þekkja má segja að til dæmis smíðakennarar hafi notað þessa aðferð frá upphafi. Nemandinn fær efnivið og fyrirmæli um að úr honum eigi að koma gíraffi. Hann fær leiðbeiningar um hvernig á að saga hlutinn til, hvernig á að beita áhöldunum sem þarf til verksins og hefur fullbúna fyrirmynd sem dæmi hvernig hluturinn á að líta út að lokum. Nemandinn fær leiðbeiningar við vinnslu verksins hvar hann þarf að gera betur til að fá góða útkomu, hvar á að slípa betur og hvernig á að bera sig að. Nemandinn fær einnig tækifæri til þess að ræða verkefnið og setja sitt mark á hvernig lokaafurðin lítur út.
Það er þetta ferli sem kennarar í skólanum tileinka sér markvisst í öllum námsgreinum, að finna áhugaverðar leiðir til að gera nemendur ábyrga og virka í námi í stað þess að klára tiltekna bók og taka próf í lokin og þá kemur kannski í ljós að lítið sat eftir. Það er nefninlega ekki alltaf staðreyndaþekking sem skiptir máli heldur hæfnin til að temja sér vinnubrögð sem skila árangri og hægt er að yfirfæra á næstu verkefni eða viðfangsefni daglegs lífs.
Áhugaverð grein birtist í veftímarítinu Skólaþræðir þar sem einu svona leiðsagnarmatsverkefni í Grunnskóla Húnaþings vestra er lýst. Í því verkefni skipulögðu nemendur útivistarferðir í Húnaþingi vestra sem söluvöru og mörg önnur áhugaverð dæmi fyrir foreldra og kennara má finna á skolastofan.is.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is