- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Laus er til umsóknar staða skólaliða í Grunnskóla Húnaþings vestra. Um er að ræða 80% - 100% starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst.
Umrætt starf er aðallega í ræstingum á sameiginlegu húsnæði grunn- og tónlistarskóla en einnig er gert ráð fyrir að viðkomandi sinni frímínútnagæslu og geti sinnt störfum við frístundastarf og annarra tilfallandi starfa undir verkstjórn umsjónarmanns skólamannvirkja.
Helstu verkefni og hæfnikröfur
Þrif og aðalhreingerning
Gæsla nemenda í frímínútum
Áhugi á að vinna með börnum er skilyrði
Jákvæðni, lipurð og góð færni í mannlegum samskiptum eru nauðsynleg
Íslenskukunnátta
Umsóknarfrestur er til 5. september 2022
Upplýsingar um umsagnaraðila
Starfsferilsskrá
Kaup og kjör samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Í samræmi við jafnréttisstefnu Húnaþings vestra eru öll kyn hvött til að sækja um starfið. Upplýsingar um skólastarfið má finna á heimasíðu skólans.
Hreint sakavottorð, stundvísi og fagmennska er skilyrði sem og áhugi, metnaður og jákvætt viðhorf.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Eydís Bára Jóhannsdóttir skólastjóri í síma 455-2900/861-7769 eða á netfanginu eydisbara@skoli.hunathing.is
Umsóknir skulu berast á netfangið eydisbara@skoli.hunathing.is. Öllum umsóknum verður svarað.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is