Landafræði á miðstigi

Nemendur á miðstigi hafa unnið hörðum höndum að kynningum síðustu vikur.  Hver nemandi valdi sér land og útbjó kynningarefni um landið.  Margir höfðu fundið til muni frá löndunum, buðu upp á tónlist og góðgæti.  Metnaðarfullt og faglega unnið hjá þeim og sýningin sem þau settu á fót sló í gegn hjá nemendum, starfsfólki, foreldrum og öðrum gestum.  Takk allir fyrir komuna, virkilega ánægjulegt hversu margir létu sjá sig.

 

Myndir frá sýningunni má sjá hér.