- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Í gær fékk Valdi, tónlistarstjóri húsbandsins, skemmtilega upphringingu. Á hinni línunni var Harpa Rut Hilmarsdóttir, ein þeirra sem er í forsvari fyrir List fyrir alla.
List fyrir alla hefur staðið fyrir lista tengdum verkefnum fyrir grunnskóla á Íslandi síðustu ár.
List fyrir alla og Bubbi Morthens tóku höndum saman og buðu unglingum í grunnskólum landsins til þátttöku í nýju íslenskuverkefni. Málæði er ætlað að hvetja ungt fólk til að tjá sig á íslensku í tali og tónum. Skilaboðin eru þau að tungumálið tilheyri okkur öllum – það megi leika sér með það. Valnefnd sem stýrt var af Bubba valdi þrjú lög til að frekari vinnslu. Afraksturinn verður opinberaður á RÚV í viku íslenskunnar 11. – 16. nóvember 2024.
Ronja, Rakel, Íris, Valdís, Freydís og Ísey sömdu lag og sendu inn í keppnina og í gær kom í ljós að lagið þeirra var eitt þeirra þriggja laga sem valið hefur verið til útsetningar. Því mun hér í næstu viku koma flokkur valinkunna einstaklinga til að vinna með stelpunum að útsetningu lagsins. Hinu Húsbandinu er einnig boðið að taka þátt í þeirri vinnu en í vetur eru tveir hópar starfandi við skólann. Þau sem munu heiðra okkur með nærveru sinni í næstu viku eru Vigdís Hafliðadóttir, söng- og sjónvarpskona, Vignir Snær Vigfússon, gítarleikari Írafár ásamt tökuliði frá RÚV.
Við erum ekkert eðlilega stolt af Valda og stelpunum og getum ekki beðið eftir að sjá þau uppskera á næstu vikum. Til hamingju öll, þið eruð frábærar fyrirmyndir, við erum óendanlega stolt af ykkur og samgleðjumst með ykkur. Við munum auglýsa vel þegar við vitum hvenær þátturinn verður sýndur á RÚV.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is