Kvenfélagið Freyja kemur færandi hendi

Í vikunni kom Dagný Ragnarsdóttir, formaður kvenfélagsins Freyju, og færði skólanum hjartastuðtæki.

Gjöfin mun vonandi aldrei koma að notum en erum við þó svo þakklát fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem er mikilvæg viðbót í öryggisbúnað skólans.

Nóa, varaformaður nemendaráðs, tók á móti gjöfinni fyrir hönd skólans.

Takk fyrir okkur elsku konur, við erum ykkur ævinlega þakklát.