Krakkasveiflan

Í vetur hefur Farsældarteymi Húnaþings vestra unnið að nýjum hugmyndum að sumarstarfi fyrir börn og ungmenni í Húnaþingi vestra. Ætlunin er að bjóða upp á metnaðarfullt og fjölbreytt starf fyrir öll börn á aldrinum 6-13 ára (1. - 7. bekkur) þar sem skapandi starf, hreyfing og útivera eru í forgrunni.

Boðið verður upp á viku á Reykjaskóla, kofasmíði, hestafimleika, sund, íþróttir, leikhús o.fl. Skráningarfrestur fyrir 1. - 7. bekk er til og með 5. maí 2024. Ekki verður hægt að tryggja þátttöku ungmenna í dagskrá ef beðið er um skráningu eftir 5. maí.

Allar nánari upplýsingar um Krakkasveifluna má nálgast hér.

Skráning í Krakkasveifluna fer fram hér.