Könun um tillögu á færslu á matsal send foreldrum

Skólastjórnendur hafa kynnt tillögur um að færa matsal í félagsheimili og foreldrafundur samþykkti að nauðsynlegt væri að ná fram afstöðu foreldra til málsins. Þess vegna er þessi könnun send öllum foreldrum við skólann og þeim gefinn kostur á að koma afstöðu sinni á framfæri. Annars vegar til þeirrar hugmyndar að matsalur verði í félagsheimili og hins vegar til þeirra aðgerða sem grípa þyrfti til í kennslu ef matast yrði áfram í skólanum.

Miðað við nemendafjölda næsta vetur verður erfitt að koma nemendum fyrir í skólahúsnæðinu miðað við núverandi skipulag. Með því að færa matsal í félagsheimili losna tvær kennslustofur og kennsluaðstæður verða góðar fyrir yngstu bekkina.

Hin lausnin yrði að fella niður kennslu í textílmennt og losa þannig um kennslurými og kenna með þeim hætti við skárri en frekar þröngan kost þar til önnur lausn finnst, t.d. viðbygging.

 

Könnun um þetta hefur verið send foreldrum í tölvupósti, þeir sem ekki hafa fengið boð um þátttöku hafi samband við skólastjóra.