Kirkjuferð 1. - 4. bekkjar

Nú í morgunsárið lögðu nemendur og kennarar af stað í blíðviðrinu í gönguferð upp í Hvamm. Þar fara þeir í heimsókn í Kirkjuhvammskirkju þar sem þeir fá fræðslu um inntak jólaguðspjallsins. Það er afar hátíðlegt að ganga upp ásinn í myrkrinu og sjá jólaljósin á Hvammstanga og ekki síður hátíðlegt að sjá kirkjuna og garðinn ljóma í ljósum.

Ein eftirminnilegasta upplifunin í einni af þessum ferðum var fyrir nokkrum árum. Þegar ljósin í kirkjugarðinum  blöstu við af ásnum spurði nemandi upprifinn: "Vá, er þetta New York?"