Kennsluáætlanir á heimasíðu skólans

Kennsluáætlun er gerð fyrir hverja námsgrein í öllum bekkjum og verða aðgengilegar á heimasíðunni. Kennsluáætlun má nálgast undir flipanum NÁM og KENNSLA eða með því að smella hér. Viðmið skólans er að kennsluáætlun sé birt og send foreldrum í síðasta lagi 1. september.

  • Ef kennsluáætlun er fyllt út t.d. fram að áramótum, kemur uppfærsla við hana eftir áramót, ekki önnur áætlun eftir áramót.
  • Kennsluáætlun á að ná yfir allt skólaárið að lokum.
  • Kennsluáætlun getur ekki verið styttri en að næsta viðtalsdegi.
  • Kennsluáætlun skal senda skólastjóra og foreldrum í síðasta lagi 1. september og svo eftir hvern viðtalsdag með uppfærslu eftir því sem við á.
  • Í kennsluáætlunum koma fram:
    • Hæfniviðmið
    • Helstu námsbækur og gögn
    • Námsmat
    • Yifirferðaráætlun.