- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Í dag hafa öll teymi fundað með skólastjórnendum og notast er við fundarforritið ZOOM sem hefur gefist vel. Í næsti viku munu öll teymi funda daglega með skólastjórnendum og gera grein fyrir stöðunni, verkefnum og áskorunum sem upp koma. Svo fátt eitt sé nefnt má benda á eftirfarandi lista yfir það sem fram fór á vegum skólans í dag og í gær í fjarkennslu:
Jógahús Pálínu bauð upp á jóga í beinni sem mikil ánægja var með.
Fundur með öllum nemendum á netinu hjá 10. bekkjum - tókst vel og flott framtak
Próf hjá 10. bekk.
Flestir umsjónarkennarar búnir að heyra í nemendum í síma eða með öðrum tæknileiðum og stuðningsfulltrúar hafa haft samband og aðstoðað nemendur í gegnum facetime eða sambærilegan búnað.
Sérkennsla farið fram í gegnum netið.
Margir kennarar nýta dagbókarform til að hjálpa nemendum að skipuleggja daginn og krydda það með rauntengdum verkefnum og hugleiðingum. Dæmi um aðferð:
Unnið að tæknilausnum fyrir starfsfólk og það er að komast í gott lag hjá flestum.
Ritari sinnir símtölum að heiman - símanúmer skólans 455-2900 er virkt.
Námsráðgjafi sinnir viðtölum og ráðgjöf við nemendur í gegnum síma.
Góða helgi!
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is