- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Jónas Helgi Jónasson í 9.E og Valdimar Tryggvi Hannesson í 9.E byrjuðu á því að prjóna húfur þegar símareglur tóku gildi og hafa nýtt tímann vel í frímínútum. Þeim fannst erfiðast í húfugerðinni þegar garnið flæktist en þá kom hún Haddý til aðstoðar og kom þeim aftur á sporið. Það skemmtilegasta við verkefnið er þegar húfan verður til og afrakstur vinnunnar sýnilegur. Valdimar er byrjaður á peysu en Jónas hefur ekki ákveðið hvort hann ætlar að prjóna eitthvað annað. Flottar húfur hjá strákunum.
Það skal tekið fram að fleiri skemmtilegir hlutir eru í vinnslu hjá nemendum í frímínútum sem við ætlum að fylgjast með og koma á framfæri.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is