Jónas og Valdimar

Jónas Helgi Jónasson í 9.E og Valdimar Tryggvi Hannesson í 9.E byrjuðu á því að prjóna húfur þegar símareglur tóku gildi og hafa nýtt tímann vel í frímínútum. Þeim fannst erfiðast í húfugerðinni þegar garnið flæktist en þá kom hún Haddý til aðstoðar og kom þeim aftur á sporið. Það skemmtilegasta við verkefnið er þegar húfan verður til og afrakstur vinnunnar sýnilegur.  Valdimar er byrjaður á peysu en Jónas hefur ekki ákveðið hvort hann ætlar að prjóna eitthvað annað.  Flottar húfur hjá strákunum.

Það skal tekið fram að fleiri skemmtilegir hlutir eru í vinnslu hjá nemendum í frímínútum sem við ætlum að fylgjast með og koma á framfæri.