Jólatónleikar

Jólatónleikar eru fastur liður hjá tónlistarskólanum. Á þessum tónleikum þá leggjum við áherslu á samspil og stór og smá hópatriði. 

Við hvetjum alla sem áhuga hafa til að koma og sjá og heyra og eiga hátíðarstund með okkur.  Tónleikarnir fara fram í matsal skólans og munu taka u.þ.b. eina klukkustund.