- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Dagurinn í dag var mjög ljúfur og nutu nemendur og starfsmenn samverunnar.
Það er vissulega skemmtilegt að geta loks haldið Litlu jól hátíðleg án hafta vegna Covid og í nýju húsnæði sem rúmar alla vel.
Veðrið hefði vissulega mátt vera betra en við stjórnum því víst ekki. Við viljum sérstaklega þakka jólasveinunum sem kíktu á okkur í dag. Þeir voru einu orði sagt frábærir, hressir og skemmtilegir og fengu krakkana með sér í allskonar húllum hæ.
Við viljum nýta tækifærið og óska nemendum og foreldrum gleðilegra jóla og vonum að þið hafið það gott í fríinu. Hlökkum til að sjá nemendur aftur 3. janúar en minnum jafnframt á að Frístund er lokuð í jólafríinu.
Svipmyndir frá deginum má sjá hér.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is