- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Síðasti dagur fyrir jólafrí var föstudaginn 19.des, litlu jól í stofum, hátíðarmatur í félagsheimili þar sem nemendur 9.bekkjar auk nokkurra nemenda úr 8.bekk þjónuðu til borðs og eftir matinn, jólaball þar sem jólasveinar litu við með glaðning. Aðalsteinn spilaði jólalög á píanó og nokkrir nemendur 8.bekkjar voru forsöngvarar. Fyrir matinn var tilkynnt um fyrirmyndarbekk skólans en að ósk nemendaráðs fór fram kosning sem framkvæmd var í vikunni. Kusu allir starfsmenn skólans og sigraði 2.bekkur kosninguna, umsjónarkennari er Laura Ann Howser. Nemendur 2.bekkjar eru kurteis, dugleg og skemmtileg, verður þeim boðið út að borða á nýju skólaári í verðlaun. Önnur kosning fór einnig fram um fyrirmyndarstarfsmanninn en allir nemendur tóku þátt í að kjósa og sigraði Fanney Dögg stuðningfulltrúi og hlýtur því titilinn Fyrirmyndarstarfsmaður skólans. Allir starfsmenn og nemendur skólans eru nú komnir í jólafrí, sendum við því hugheilar jóla og nýjárskveðjur til allra með þökk fyrir árið sem er að líða. Allir starfsmenn mæta aftur til starfa 2.janúar, viðtalsdagur er 3.janúar og hefðubundin kennsla hefst þriðjudaginn 7.janúar.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir teknar af Auði Þórhallsdóttur.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is