Innra mat

Í kjölfar ytra mats hefur lokaskýrsla verið birt á heimasíðu ásamt umbótaáætlun skólans.  Öll gögn er varða ytra og innra mat skólans má nálagst á heimasíðu á forsíðu SKÓLINN->Innra mat.

Ábendingar um skólastarfið, skipulag eða atriðið í umbótaáætlun er hægt að koma til skólastjórnenda eða einhverra í matsteyminu.

Hér má sjá nýjustu fundargerð matsteymis:

Matsteymi 007 fundur

22. janúar 2020

Mættir:

Sigurður Þór, Eydís Bára Ellen Mörk, Sólrún, Hafdís Brynja, Borghildur    

  1. Ytra mat. Farið yfir umbótaáætlun í tímaröð.

Huga að því að allir hagsmunaaðilar taki þátt í stefnumótun skólans.

  1. Ákveðið að útvíkka matsteymi sem fundi 2-4 sinnum á ári:

              i.      Ákveðið að nemendaráð geri tillögu að því hvaða nemendur og hversu margir sitji í matsteymi.

              ii.      Ákveðið að foreldrafélagið tilnefni fulltrúa foreldra og fjölda þeirra í matsteymi.

              iii.      Ákveðið að fulltrúi skólayfirvalda í matsteymi verði sviðsstjóri.

              iv.      Ákveðið að fundargerðir matsteymis verði opinberar á heimasíðu.

Tengja símenntunaráætlun við umbótaverkefni

Símenntunaráætlun er komin á heimasíðu skólans og er tengd þeim umbótaverkefnum sem skólinn leggur áherslu á: námskrá, leiðsagnarmat og námsmat.

             

Gera þarf tilfærsluáætlun við skólalok og milli skóla

              Fylgja hæfniviðmið í mentor nemendum sem flytjast á milli skóla?

              Persónumappa er alltaf send í viðtökuskóla.

              Persónumappa fer á skjalasafn við útskrift.

              Endurskoða þarf vinnsluskrá met tilliti til nýrra starfsheita, s.s. ritara.

 

 Fræðsluráð lagði til að tvær dagsetningar yrðu settar á önn þar sem farið er yfir stöðu á umbótaáætlun. 4. mars og  20. maí. verða þessar dagsetningar.

 

Frestað til næsta fundar:

  1. Greining Skólapúlsins á samræmdum prófum. Byrjað á að fara yfir verklag um yfirferð samræmdra prófa.
  2. 4. mars og  20. maí – staða á umbótaáætlun.
  3.  Lesfimiskýrsla.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Sign.