Iðnkynning fyrir grunnskólanema

 

13.-14. janúar og 03.-04. febrúar. 2018

Ágætu þátttakendur í IKG 102 við FNV.

Laugardagur

Kl. 8:15               Brottför frá Kirkjuvegi í rútu

Kl. 09:45              Koma á heimavist FNV.  Þar verður ykkur vísað til gistingar og þið komið ykkur fyrir.

Kl. 10:00-12:00 Kennsla hefst í Hátæknimenntasetri FNV. Þar verður nemendum skipt í hópa.

Kl. 12:00-13:00  Hádegismatur.

Kl. 13:00-15:00  Kennsla eftir hádegi.

Kl. 15:30-17:30  Sprell.

Kl. 18:00-19:00 Kvöldmatur.

Kl. 19:00-23:00  Bíó.

Sunnudagur

Kl. 07:30             Morgunmatur á heimavist.

08:00-12:30       Kennsla fyrir hádegi.

12:30-13:30       Hádegismatur.

13:30-15:30       Kennsla eftir hádegi.

16:00                  Brottför frá heimavist.

Hér fara á eftir nokkur atriði sem vert er að hafa í huga.

  1. Hafið með ykkur lak, rúmföt (sæng og kodda) og /eða svefnpoka.
  2. Hafið með ykkur nesti til að narta í á milli máltíða.
  3. Hafið með ykkur góða skapið.
  4. Verð fyrir fæði þess daga er kr. 4.000 (skólinn sendir reikning fyrir því)
  5. Ekki þarf að taka fram að öll meðferð áfengis og annarra vímuefna er bönnuð.

 

                           Umgengnisreglur fyrir gesti á Heimavist FNV

 

  1. Gestir skulu ganga snyrtilega um húsnæði heimavistar.

    1. Gestir skulu sýna fyllstu tillitssemi við aðra íbúa vistarinnar og ganga hljóðlega um húsakynnin.  Ærsl og hlaup á göngum eru ekki leyfð.
    2. Gestir skulu fara vel með tól og tæki heimavistar sem þeim eru aðgengileg.
    3. Allir utanaðkomandi gestir eiga að hafa yfirgefið heimavistina fyrir kl. 22:00.

      1. Gestir skulu ganga frá herbergjum sínum í lok dvalar. Í því felst m.a. að loka gluggum, hreinsa rusl og koma því út í ruslagáma.

 

Munum að umgengni sýnir innri mann :)

 

 

Reglur um fylgdarmenn með grunnskólanemum

 

  1. Með hverjum hópi grunnskólanema sem sækir iðnkynningu við FNV skal fylga einn fylgdarmaður.  Hann skal kynna nemendum reglur um umgengni og frágang á heimavist í upphafi námskeiðs.

 

  1. Fylgdarmenn skulu hafa samráð við heimavistarvörð eða staðgengil hans um dvölina á heimavist áður en námskeiðið hefst.
  2. Fylgdarmaðurinn þarf að vera til staðar allan tímann sem nemendur eru á staðnum.  Mest reynir á þetta utan kennslustunda, en þó geta komið upp mál þar sem taka þarf á í kennslustundum.

 

  1. Einn fylgdarmaður fær í hendur masterlykil og sér um að opna fyrir þeim sem ekki hafa lykla eða hafa læst sig úti.
  2. Fylgdarmaðurinn skal sjá til þess reglum heimavistar sé fylgt og nemendur gangi frá herbergjum sínum að dvöl lokinni.

Reynslan hefur sýnt að nauðsynlegt er að einhver kunnugur fylgi nemendunum þar sem ýmislegt getur komið upp sem reynir á að nemendur þekki og treysti einhverjum á staðnum, en  heimavistarvörður FNV þekkir ekki þessa nemendur né þekkja þeir hann eða  þær reglur sem gilda á heimavist.

Með von um ánægjulegar helgar
Stjórnendur FNV og Grunnskóla Húnaþings vestra