- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Miðvikudaginn 10. apríl kl. 17:00 – 18:00 verður opinn kynningarfundur í Félagsheimilinu Hvammstanga vegna viðbyggingar við Grunnskóla Húnaþings vestra.
VA arkitektar kynna grunnteikningar og innra skipulag viðbyggingar sem mun hýsa grunnskóla og tónlistarskóla í Húnaþingi vestra. Arnar Birgir Ólafsson landslandsarkitekt mun kynna lóðaskipulag skólasvæðisins, frá leikskóla að íþróttamiðstöð. Fyrirspurnir og umræður.
Að kynningu lokinni munu teikningar liggja frammi á skrifstofu Húnaþings vestra til 25. apríl og gefst íbúum tækifæri til að koma með skriflegar ábendingar fram að þeim tíma. Þeim er hægt að skila rafrænt á heimasíðu Húnaþings vestra.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is