Hvatning frá fjölskyldusviði

Til barna, unglinga, ungmenna og foreldra á tímum veiru.

 

Rútína
Reynum að fylgja okkar daglegu rútínu og reynum eftir bestu getu að lifa eins eðlilegu lífi og við getum á þessum skrýtnu tímum.

Skynsemi
Finnum skynsemisröddina og notum hana þegar við þurfum að taka ákvarðanir. Við þurfum ekki að fara mörg saman í búðina. Reynum að vera skynsöm í návist hvors annars.

Samskipti
Þurfum við að vera í mjög „nánum“ samskiptum? Er hægt að vera saman án þess að vera ofaní hvort öðru, smit koma við snertingu, vöndum okkur því í samskiptum. Notum samskiptaforrit þau eru frábær núna, notið þau til að heyra í vinum og félögum.

Skjánotkun
Minnkum skjánotkun í símum það er betra að horfa á þætti og myndir í  sjónvarpi eða stærri skjá en símaskjá.

Verjur gegn veiru
Er til nóg sápa? Notum hana eins og við getum. Það er búið að sýna að það sé besta vörnin gegn veiru. Við þurfum líka að passa að þrífa vel í kringum okkur og nota spritt.

Skrýtnir tímar
Ekki hika við að biðja um hjálp og stuðning ef við finnum fyrir kvíða eða öðrum tilfinningum sem við þekkjum ekki á svona skrýtnum tímum. Það er allt frekar skrýtið núna.

Smá að lokum

  • Það er ótrúlega gott að draga inn andann, djúpt inn um nefið og út dæsa út um munninn.
  • Svefn skiptir miklu máli, ekki fara að sofa of seint, það styttist í bjartar nætur og þá sofnum við seinna. Þannig að nýta sér það núna að geta sofnað fyrr.
  • Hreyfing úti er frábær þegar ekki er klikkað veður. Það er svo gott ferska loftið okkar, nýtum það.

 

Á netinu er líka síða; www.sjalfsmynd.is  sem er frábær fyrir börn, unglinga og foreldra til að kíkja á.

 

Gangi okkur öllum vel á þessum skrýtnu tímum.

Kveðja frá fjölskyldusviði.