- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
26. mars 2020
Foreldrar og forráðamenn
Nú erum við stödd á 10. degi í sóttkví í skólanum og margt áhugavert hefur verið gert í samskiptum nemenda og starfólks í gegnum ýmsa netmiðla. Úrvinnslusóttkví er enn í gildi og ekki komin niðurstaða í hvað hún stendur lengi.
Skólastjórnendur funda daglega með öllu starfsfólki og fara yfir verkefni, samskipti og nám og líðan einstakra nemenda.
Hugurinn er farinn að leita til 31. mars þegar sóttkví á starfsmenn skólans og nemendur fellur niður og margar spurningar hafa vaknað í því efni um hvort og hvernig á að skipuleggja skólahald í skólanum þessa fjóra daga fyrir páskafrí. Lokadagsetning úrvinnslusóttkvíar hefur auðvitað mikil áhrif á þá ákvörðun. Það er ljóst að einstaka starfsmenn munu ekki geta mætt til starfa í skólanum vegna undirliggjandi sjúkdóma eða COVID-19 smits sem og nemendur. Það er a.m.k. ljóst að ekki verður hægt að taka á móti öllum nemendum í einu á sama deginum og skipta yrði starfsfólki og nemendum eftir dögum. Ég er í raun bara að lýsa hugsunum mínum um framhaldið og koma því til ykkar að óvissan er enn til staðar um framhaldið. Ábendingar og hugleiðingar foreldra eru vel þegnar til að safna í sarpinn – þetta þurfum við að skoða í sameiningu sem samfélag.
Á morgun, föstudag, verður „öðruvísi“ dagur hjá öllum nemendum skólans og umsjónarkennarar munu senda nánari upplýsingar. Í heildina má segja að foreldrum og nemendum verða gefnar hugmyndir til að velja úr og aðstæður á hverju heimili ráða því hvort föstudagurinn er undirbúinn í sjálfstæðri vinnu nemenda eða í samveru með foreldrum. Hér að neðan má sjá lista yfir þessi verkefni.
Skólastjóri
Yngsta stig |
Miðstig |
Elsta stig |
Aðstoða við heimilisstörf |
Græja morgunmat, hádegismat, kvöldmat |
Græja morgunmat, hádegismat, kvöldmat |
Baka köku |
Baka köku |
Baka köku |
Taka upp myndbandskveðju og senda á vini eða ættingja sem búa annars staðar |
Sinna einhverjum heimilisstörfum |
Sinna einhverjum heimilisstörfum |
Föndra, t.d. finna origami á youtube |
Búa til myndband: Dagur í lífi …, Matreiðsluþáttur o.s.frv. |
Búa til myndband: Dagur í lífi …, Matreiðsluþáttur o.s.frv. |
Einfaldar tilraunir, sjá link fyrir neðan |
Taka upp myndbandskveðju og senda á vini eða ættingja sem búa annars staðar |
Taka upp myndbandskveðju og senda á vini eða ættingja sem búa annars staðar |
Fjölskyldugöngutúr |
Prjóna |
Prjóna |
Góðverk dagsins |
Einfaldar tilraunir, sjá link fyrir neðan |
Einfaldar tilraunir, sjá link fyrir neðan |
Komdu foreldrum á óvart á jákvæðan hátt |
Undirbúa ratleik fyrir fjölskylduna |
Taka upp förðunar og/eða hárgreiðsluvideó |
Lærðu á hljóðfæri, skoða youtube |
Taka upp tölvuleikjamyndband |
Taka upp tölvuleikjamyndband |
Spila við fjölskylduna |
Taka upp fræðslumyndband, t.d. leggja á hest, leysa rubiks, tening, life hacks |
Taka upp fræðslumyndband, t.d. leggja á hest, leysa rubiks, tening, life hacks |
Vinna verkefni af skátasíðunni. Sjá link að neðan. |
Fjöskyldugöngutúr |
Fjöskyldugöngutúr |
Bangsagönguferð, leitað að böngsum í gluggum |
Búa til kahoot fyrir fjölskylduna |
Búa til kahoot fyrir fjölskylduna |
|
Góðverk dagsins |
Góðverk dagsins |
|
Komdu foreldrum á óvart á jákvæðan hátt |
Komdu foreldrum á óvart á jákvæðan hátt |
|
Lærðu á hljóðfæri, skoða youtube |
Lærðu á hljóðfæri, skoða youtube |
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is