Hugmynd um að byrja kennslu síðar að deginum næsta vetur.

Skólastjóri óskar eftir viðbrögðum, athugasemdum og skoðunum foreldra og hagsmunaaðlia við þá hugmynd að byrja kennslu kl. 9:00 í stað 8:30 næsta vetur. Jákvæður vilji er fyrir hugmyndinni meðal starfsmanna skólans en mikilvægt er að fá fram sjónarmið sem lang flestra foreldra við hugmyndinni áður en hún verður tekin til frekari skoðunar, nú eða slegin út af borðinu.

 

Kostir þess að byrja kl. 9:00 eru t.d. að nemendur sem eiga langt að sækja mæta síðar og vinnutími kennara nýtist betur. Þá eru líkur til þess að unglingum gæti þótt hugmyndin aðlaðandi og nefna má að birtutími á skólatíma lengist. Gert er ráð fyrir því að skólinn opni eftir sem áður 7:45 og verði opinn til 16:00.

 

Gallar hugmyndarinnar er óljós fjöldi og aldursamsetning nemenda á Hvammstanga sem mætir kl. 8:00 í skólann og þá þarf að hafa tiltekið skipulag í þennan klukkutíma. Að morgni mætti hugsa sér stöðvar sem væru í boði fyrir nemendur, t.d. í íþróttahúsi, heimanámsaðstoð, lestur o.fl.

Annar mínus er skipulag íþróttahúss en vandasamt gæti orðið að koma heim og saman æfingatímum nema lengja opnunartíma íþróttamiðstöðvar ef jafn mikil aðsókn verður að húsinu fyrir hinar ýmsu æfingar.

 

Fræðsluráð  hefur samþykkt að senda kynningu á hugmyndinni til foreldra og fá viðbrögð við henni.

Fyrirspurnir, athugasemdir eða tillögur sendist á netfangið grunnskoli@hunathing.is til 15. apríl 2018.