Hringrás í 4. bekk

Nemendur í 4. bekk hafa verið að læra um hringrásir í vetur í náttúrufræði og samfélagsfræði. Til að ná meiri tengingu við námsefnið var ákveðið að hver hópur myndi teikna sitt tré og mála það í lokin. Í síðustu viku gafst þeim loks tími til að klára málingarvinnuna. Jafnframt var ákveðið þar sem það eru að koma jól að skreyta stofuna með afrakstrinum og bættu nemendur jólaseríum á tréin sín.