- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Guðmundur Kári Þorgrímsson er 20 ára og hefur flutt margar hinseginfræðslur í Reykjavík og Akureyri undanfarna vetur. Akureyrarbær hefur boðið honum að koma síðastliðin þrjú ár til þess að fræða alla 9. bekkinga í grunnskólunum innan Akureyrar.
Fræðslan er ætluð fyrir unglinga. Hún er létt, skemmtileg og fræðandi. Ásamt fræðilegum staðreyndum deilir hann reynslu sinni sem samkynhneigðum strák sem ólst upp í litlu bæjarfélagi úti á landi.
Fræðslan er sett þannig upp að hún reiðir sig mjög mikið á þátttöku nemenda í lifandi og áhugaverðum umræðum í gegnum fræðsluna. Fræðslan er 1 klukkutími.
Niðurstaðan sem hann óska sér er að skapa lifandi og opna umræðu um hinseginleikann sem að lifir. Að unglingarnir geti talað um þetta málefni á uppbyggjandi, eðlilegan og einlægan máta.
Fræðslurnar á Akureyri hafa gengið vel og segja kennarar grunnskólanna að mikil umræða hafi brotist út eftir fræðsluna og að umræðan um hinsegin samfélagið sé í heild sinni betra.
Hér að neðan eru nokkrar umsagnir frá starfsmönnum Akureyrarbæjar:
„Hinsegin fræðslan sem Guðmundur Kári hefur flutt fyrir unglinga í 9.bekk á Akureyri undan farin ár nær mjög vel til þeirra. Frásögn hans er einlæg og fræðandi og hann er ófeiminn að svara spurningum unglinganna á hispurslausan hátt án þess að fara yfir strikið.“
– Forvarna- og félagsmálaráðgjafar á Akureyri
„Gummi er svaka skemmtilegur og það er gott að spjalla við hann. Gott að fá ekki alltaf fullorðna til að koma og vera með fyrirlestur.“
– Nemandi í 9.bekk á Akureyri
„Hann var mjög skemmtilegur. Flottur gaur. Svaraði vel, fór aldrei yfir strikið“.
– Námsráðgjafi
„Ánægð með Gumma, fyndinn og nær vel til krakkanna. Fjölbreytt og flott fræðsla.“
– Námsráðgjafi
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is