Heimsókn í Bardúsa

Nemendur í 1. - 4. bekk fóru í Bardúsa eftir hádegið og skoðuð sig um. Þau skoðuðu verslunarminjasafnið, jólkortasýninguna og rétt misstu af Bjúgnakræki sem hafði hlaupið frá hálfnöguðu hangilæri og rjúkandi kaffibolla. Þá hafði jólasveinninn skilið eftir flíkur til þerris svo eitthvað hefur gengið á þegar hann gaf í skóinn í nótt. Samkvæmt Þuríði í Bardúsa fer vel um jólasveinana þarna á loftinu í Bardúsa svona á milli þess sem þeir setja hluti í skó hjá hlýðnum börnum.