Gott veður og PALS hátíð

Nemendur á yngsta stigi gripu tækifærið í morgunfrímínútunum og bjuggu til snjókarl.

Það er svo sannarlega kærkomið að fá smá hvíld frá gulum og appelsínugulum viðvörunum og geta aðeins gleymt sér í leik.

 

Nemendur í 3. og 4. bekk eru svo með PALS hátíð í dag.  PALS (pör að lesa saman) lestraraðferðin byggir upp færni nemenda í lestri og lesskilningi með æfingum sem þeir vinna í 35 til 45 mínútur í senn, þrisvar sinnum í viku. Nemendur vinna saman í pörum og aðstoða hvor annan við að bæta lesturinn. Pörin nota stigakerfi sem hvatningu og gefa sér stig m.a. fyrir að ljúka verkefnum. Kennarinn fylgist með pörunum og aðstoðar þau eftir þörfum við að bæta lesturinn.