Góður íbúafundur um framtíðarskipan skólamála

Þann 29. nóvember sl. var haldinn vinnufundur íbúa um framtíðarskipan skólamála í Húnaþingi vestra til næstu 30 ára í Félagsheimilinu á Hvammstanga.

Fundurinn skiptist í kynningu, tvær umræðulotur, matarhlé og samantekt.  Þar var kynnt rýnivinna fjölmenns hóps allra hagsmunaaðila skólasamfélagsins sem unnin hefur verið frá haustbyrjun. Hugmyndir um framtíðarskipan voru lagðar fyrir umræðuhópa á sex borðum þar sem annars vegar var kallað eftir sýn íbúa á innra skipulagi framtíðarskólahúsnæðis og hins vegar hvort og hvaða aðrar stofnanir gætu átt samleið í húsnæði skólans.

Fundurinn var vel sóttur og afar gagnlegur.  Skýrar hugmyndir komu fram um flest atriði sem hafa ber í huga við viðbyggingu við skólann, í hvaða forgangsröð á að framkvæma og hvaða stofnanir koma til greina með starfsemi í húsnæði skólans.

Niðurstöður hafa verið dregnar saman og verða kynntar sveitarstjórn og fara svo í almenna kynningu í kjölfarið þar sem íbúum gefst aftur tækifæri að hafa áhrif á undirbúning viðbyggingar við grunnskólann.

Sveitarstjóri