- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra lenti í þriðja sæti í vesturlandsriðli skólahreystis sem haldinn var þriðjudaginn 14. mars. Emil Óli Pétursson keppti í upphífingum og dýfum og lenti hann í fyrsta sæti í dýfum og öðru sæti í upphífingum. Emil gerði 35 dýfur sem er langmesti fjöldi sem okkar skóli hefur náð en besti árangurinn var 20 dýfur. Í upphífingum sló hann einnig skólametið þar sem hann gerði 31 upphýfingu í keppninni. Leonie Sigurlaug Friðriksdóttir keppti í armbeygjum og hreystigreip. Hún gerði 37 armbeygjur og sigraði þá keppni og hékk í þrjár mínútur og fimmtán sekúndur og lenti í fjórða sæti. Ingunn Elsa Ingadóttir og Kári Gunnarsson kepptu í hraðaþraut lentu í 7. sæti á tímanum þrjár mínútur og þrjátíu og átta sekúndur. Með í för var öflugt lið stuðningsmanna úr 8.-10. bekk sem studdi dyggilega við sitt fólk.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is