Góður árangur hjá Guðmari Hólm í hestamennskunni

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal í 7. bekk hefur náð langt í hestamennskunni. Hann varð í ár knapi ársins hjá Þyt í barnaflokki og tilnefndur sem knapi ársins í Svíþjóð hjá hestamannafélaginu sem hann keppir fyrir þar. Stærstu mótin sem hann hefur farið á er landsmót hestamanna og íslandsmót hestamanna og í Svíþjóð á gæðinga SM. Á því móti sigraði hann barnaflokk. Hesturinn á Íslandi sem hann hefur náð mestum árangri á heitir Nútíð frá Leysingjastöðum og hann heldur mikið upp á hana.
 
Það er skemmtilegt að segja frá því að hann er búinn að slá met pabba síns, Ísólfs Líndal, hjá hestamannafélaginu Þyt þar sem pabbi hans varð eitt sinn tvöfaldur Íslandsmeistari á sama mótinu en á Íslandsmótinu í sumar varð Guðmar þrefaldur íslandsmeistari! Við í skólanum óskum Guðmari Hólm til hamingju með þetta og erum stolt af árangri hans á þessu sviði.
 
Á myndinni hestarnir sem hann keppti á á mótinu og verðlaunin, lengst til vinstri er Nútíð, þá Kórall og svo Daníel.