- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra opnaði nýjan Læsisvef Menntamálastofnunar í Krikaskóla í Mosfellsbæ í morgun með góðri aðstoð nemenda. Guðbjörg R. Þórisdóttir, ritstjóri vefsins kynnti Læsisvefinn og nemendur skólans sungu tvö lög.
Læsi er lykill að velsæld en á Læsisvefnum má finna fjölbreytt efni til eflingar lestrarkennslu og læsis. Við gerð fyrsta áfanga vefsins er sjónum einkum beint að lestrarkennslu og lestrarnámi en á honum er að finna fræðilega umfjöllun um grunnþætti læsis, þjálfunarefni, gátlista og íhlutunarefni. Stærstur hluti vefsins inniheldur kennsluaðferðir sem henta vel til að gera lestrarkennslu og nám fjölbreytt og áhugavert.
Við val á aðferðum var ekki aðeins horft til byrjenda í lestri heldur má finna á vefnum aðferðir sem gagnast nemendum á öllum skólastigum. Það er mjög mikilvægt að formlegri lestrarkennslu ljúki ekki fyrr en nemendur búa yfir nægilegri lestrarfærni til að komast yfir lesefni í grunnskóla og framhaldsnámi en þeir þurfa jafnframt að kunna leiðir til efla orðaforða sinn og beita fjölbreyttum lesskilningsaðferðum í glímu sinni við allar tegundir texta. Töluvert af efninu hefur ekki verið útfært á íslensku áður og standa vonir til að efni vefsins verði mikilvægt innlegg til eflingar lestrarkennslu, lestrarmenningar og læsis. Fjölmargir kennarar, sérfræðingar, fræðimenn og listamenn komu að gerð efnis eða veittu ráðgjöf og eru þeim færðar sérstakar þakkir.
Allir, sem láta sig læsi varða, eru hvattir til að kynna sér efni vefsins og nota á þeim vettvangi sem þeir starfa og leika. Notendur eru jafnframt hvattir til að láta heyra frá sér varðandi hugmyndir og áherslur sem þeir vilja sjá á vefnum. Samhliða opnun vefsins verður boðið upp á fræðslu og ráðgjöf svo efnið nýtist sem best.
Vefinn má finna á slóðinni www.laesisvefurinn.is.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is