- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Gærurnar styrktu skólann á dögunum um hundrað þúsund krónur. Var styrkurinn nýttur til kaupa á hlutum til útiíþróttakennslu og almennrar útiveru. Gátum við með þessu móti fjárfest í 15 nýjum körfuboltum til nota á nýja körfuboltavellinum við skólann sem við bindum vonir við að klárist sem allra fyrst. Einnig gátum við fjárfest í 20 frisbídiskum og töskum undir þá. Frisbídiskarnir eru ætlaði til þess að spila Frisbígolf og verður skemmtilegt fyrir nemendur að hafa aðgang að góðum búnaði í bæði frímínútum og í íþróttatímum.
Olga kom fyrir hönd Gæranna og afhenti okkur á dögunum boltana og frisbídiskana. Færum við Gærunum bestu þakkir fyrir höfðinglegan styrk. Þetta er skólanum dýrmætt og mun koma sér mjög vel í framtíðinni.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is