- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Það er gaman að segja frá því að fyrsti símalausi dagurinn tókst vel í skólanum og nemendur eiga hrós skilið. Það var greinilegt í samtölum við nemendur og í fasi þeirra að þessi breyting reynist sumum erfið enda margir vanir að skilja símann aldrei við sig. Ekki þurfti að minna marga nemendur á að síminn ætti ekki að vera uppi við í skólanum og tóku þeir þeim ábendingum vel.
Fundað verður með nemendaráði á mánudaginn til að fara yfir fyrstu dagana. Það kemur okkur í skólanum ekki á óvart að nemendur standa sig vel, en munum að starfsfólk skólans og foreldrar þurfa að styðja við þá nemendur sem reynist þetta hvað erfiðast vegna vanans og rútínunnar.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is