Fyrirhuguð nemendakönnun í 1. - 5. bekk

Til foreldra nemenda í 1. - 5. bekk

Skólinn notar kannanir Skólapúlsins til að fylgjast með og bæta innra starf skólans. Liður í því er að spyrja þá nemendur í skólanum sem eru á aldursbilinu 6-10 ára 13 spurninga sem meta ánægju af lestri, vellíðan í skólanum og ánægju með skólann. Dæmi um spurningu um ánægju af lestri er: „Hvað finnst þér um að lesa í skólanum“, dæmi um spurningu um vellíðan í skólanum, er: „Þegar ég er í skólanum er ég hamingjusamur / hamingjusöm“ og dæmi um spurningu um ánægju með skólann er „Þegar ég er í skólanum finnst mér margt vera spennandi“.

Nemendur svara spurningalistanum nafnlaust með hjálp talgervils á netinu í skólanum með því að merkja við myndir sem eru lýsandi fyrir viðkomandi svarmöguleika (sjá mynd). Allir nemendur svara könnuninni í apríl og tekur um 10 mínútur að svara henni. Niðurstöður eru eingöngu birtar skólum í formi meðaltala og hlutfalla fyrir hópa. Engum persónuupplýsingum er safnað í Skólapúlsinum og því ekki hægt að sjá hver svaraði hverju.

Ef þú ert mótfallin(n) því að barn þitt svari spurningalistanum, hafðu þá samband við skrifstofu skólans eða skráðu nafn þitt hér fyrir neðan og skilaðu á skrifstofu skólans.

Nánari upplýsingar um könnunina eru á www.skolapulsinn.is/um. Einnig er hægt að hringja í starfsfólk Skólapúlsins í síma 583-0700 eða senda tölvupóst á skolapulsinn@skolapulsinn.is til að fá nánari lýsingu á spurningum könnunarinnar.