Fundargerðir nemendaráðs

47. fundur nemendaráðs

Mættir: Eyrún Una Arnarsdóttir, Viktor Kári Valdimarsson, Indriði Rökkvi Ragnarsson, Róbert Sindri Valdimarsson, Bríet Anja Birgisdóttir, Valdís Freyja Magnúsdóttir, Hrafney Björk, Sigurður Þór, Eydís Bára.

  1. Árshátíðarball. Ákveðið að fylgjast með stöðunni og halda ball í desember eða í tengslum við söngvarakeppni.

  2. Sykur. Allir bekkir skili inn tillögum.

    1. 5. bekkur:

Sykurlausar sultur

Meiri kanill heldur en sykur í kanilsykri

Hollara múslí

  1. 10. bekkur:

Ab mjólk í staðin fyrir súrmjólk

Fleiri ávexti

Rúsínur og döðlur

Bananabrauð

Sleppa sultum og hafa fleiri áleggstegundir.

Eftirréttir einu sinni í mánuði í staðin fyrir minni sykur.

  1. 9. bekkur: ekki rætt

  2. 8. bekkur

Sleppa sultum

  1. 7. bekkur: 

Sömu hugmyndir og 10. bekkur

  1. 6. bekkur: ekki rætt

 

  1. Símareglur. Stefnt á að kalla foreldra að málinu í gegnum fjarfund.

  2. Fatahengi. Breyting á fatahengi er til bóta.

  3. Uppbrotsdagur 8. desemer.

    1. Farið yfir dagskrá. Nemendur á miðstigi og unglingastigi kjósa jólalag til að syngja á mánudeginum.

  4. Frímínútur - umræður fyrir unglingastig. 

    1. Er hægt að nota frístund þar sem allt er gler og auðvelt að fylgjast með?

    2. Setja mynd fyrir unglingastig

    3. Leyfa síma þar til aðstaða verður tilbúin

    4. Setja fleiri borð á ganginn.

  5. Liltlu jólin. Nemendur hugsa fyrirkomulag ef takmarkanir hamla jólaball eða sameiginlega máltíð.

  6. Óskað er eftir smjörva á borðum í stað smjörs. 

  7. Skólapeysur. Áhugi á því að kaupa skólapeysur.

  8. Skólablað. Nemendaráð hefur áhuga á því að stýra skólablaði. 

 

 

46. fundur nemendaráðs

Mættir: Eyrún Una Arnarsdóttir, Viktor Kári Valdimarsson, Indriði Rökkvi Ragnarsson, Róbert Sindri Valdimarsson, Bríet Anja Birgisdóttir, Valdís Freyja Magnúsdóttir, Hrafney Björk, Sigurður Þór.

 

  1. Árshátíðarball. Ákveðið að fylgjast með stöðunni og halda ball í desember eða í tengslum við söngvarakeppni.

  2. Sykur. Engir bekkjarfundir fjölluðu um málið vegna árshátíðaæfinga. Frestað til fundar. Allir bekkir skili inn tillögum.

  1. 5. bekkur:

Sykurlausar sultur

Meiri kanill heldur en sykur í kanilsykri

Hollara múslí

  1. 10. bekkur:

Ab mjólk í staðin fyrir súrmjólk

Fleiri ávexti

Rúsínur og dölur

Bananabrauð

Sleppa sultum og hafa fleiri áleggstegundir.

Eftirréttir einu sinni í mánuði í staðin fyrir minni sykur.

  1. 9. bekkur: ekki rætt

  2. 8. bekkur: ekki rætt

  3. 7. bekkur: 

Sömu hugmyndir og 10. bekkur

  1. 6. bekkur: ekki rætt

3. Húsgögn. Hugmyndir 10. bekkjar: grjónapúðar, hengirúm, lazy boy, svefnsófi, tungusófinn, ekki leðurhúsgögn, rúllustólar og hringborð.

4. Símareglur. Endurskoðun hafin, hafin hjá hluta starfsmanna og mun halda áfram í næstu viku. Stefnt á að kalla foreldra að málinu í gegnum fjarfund.

5. Fatahengi. Komnar körfur fyrir skó og föt sem ekki rata á rétta staði.

6. Nemendadagur/íþróttadagar. 

  1. Hafa þrautir/keppni milli bekkjar innan hvers stigs.

    1. Snúsnú - sippa, hlaup með bortenniskúli, pokahlaup. Í lok dags yrði keppni milli unglingastigs og starfsmanna.

    2. Fatasund

    3. Góður matur

    4. Bekkir á móti bekkjum í íþróttum

  2. Hugmynd að halda íþróttadag í janúar og nemendadag síðar á vorönn.

7. Frímíníutur. Vantar afþreyingu á gangana, t.d. spil í einni stofu. Vantar meira skemmtilegt að gera. Er hægt að nota frístund þar sem allt er gler og auðvelt að fylgjast með.

8. Hurð á morgnana. Hurðir verða að vera opnar til þess að geta fylgst með á morgnana. 

9. Val að aðstoða yngri nemendur í kennslustundum. Það er hægt að óska eftir því í vali.

10. Hugmynd um að nemendur á miðstigi geti tekið að sér að fylgjast með og laga til í fatahengi í frímínútum. Þeir sem hafa áhuga láti skólastjóra vita.

11. 8. des. Jólatré. Hver bekkur fær kúlu sem hann ákveður saman hvernig verður skreytt og hengd á tréð. Í framtíðinni mun 1. bekkur svo alltaf skreyta kúlu. Hurðarskreytingarkeppni, piparkökuhúsaskreytingarkeppni, Nemendaráð óskar eftir því að stigin verða saman en ekki þvert á stig.

12.Tölvur. Ekki komið svar vegna fjárhagsáætlunar en vitað að aðhaldskrafa verður á skólann. Verið að skoða hvaða lausnir eru í sjónmáli. 

13. Fatahengi. Er hægt að auka aðgengi með því að skilja að suma rekkana? Það verður skoðað.

14. Maturinn. Var búið að skoða möguleikann á ristuðu brauði. Það er verið að skoða það. Einnig er óskað eftir meiri fjölbreytni í ávöxtum. Stundum er bara smjör, ostur og sulta í boði. Þá geta þeir sem borða ekki smjör eða ost bara fengið sér sultu. Hamborgarabrauð frosin - mætti hita þau. Rætt um aðskotahluti í matnum. Beðið er eftir borði sem kemur og ver matinn frá t.d. hárum.

15. Nemendur spurðu um vona lykt frá brunnum fyrir utan skólann. Lyktin kemur frá fituskilju en frágangi á lóð er ekki lokið.