Fundargerð skólaráðsfundar

 

                                                            SKÓLARÁÐ GRUNNSKÓLA HÚNAÞINGS VESTRA

 

Fundur haldinn í skólaráði Grunnskóla Húnaþings vestra miðvikudaginn 13. september kl. 15:00 - 16:00 í stofu 10.

 

Mættir: Ellen Mörk Björnsdóttir, Eiríkur Steinarsson, Margrét S. Thorl. Hallmundsdóttir, Eydís Ósk Indriðadóttir, Ellý Rut Halldórsdóttir, Jóhanna Maj Júlíusdóttir Lundberg, Sigurður Þór Ágústsson.

 

1. Kynnt vinna við framtíðarsýn um skólahúsnæði.

Skólastjóri fór yfir þá vinnu sem búin er varðar framtíðarskipulag skólahúsnæðis til næstu 30 ára. Frumdrög fyrir þarfagreiningu eru tilbúin og tímasett vinnuáætlun til áramóta. Vinnulag gerir ráð fyrir aðkomu allra íbúa Húnaþings vestra um þessa framtíðarsýn. Næstu skref eru að kalla saman vinnuhóp hagsmunaaðila til að undirbúa íbúafund sem haldinn verður í nóvember.

2. Val skólaráðs á fulltrúum í vinnuhóp hagsmunaaðila til að undirbúa íbúafund um framtíðarsýn skólahúsnæðis.

Skólaráð samþykkti að Jóhanna Maj yrði fulltrúi nemenda, Margrét mun kalla eftir tillögum foreldra í hópinn og samþykkt var að skólastjóri kallaði eftir áhugasömum úr hópi kennara og annarra starfsmanna.

3. Önnur mál

Engin önnur mál, fundi slitlið kl. 15:40

Athugasemdir við fundargerð berist til skólastjóra.

 

 

                                                           Sigurður Þór Ágústsson

                                                           Skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra