- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
36. fundur nemendaráðs 25. janúar 2021
Mættir: Heiða Bára Pétursdóttir, Máney Dýrunn Þorsteinsdóttir, Eyrún Una Arnarsdóttir, Ásgerður Ásta Kjartansdóttir, Saga Ísey Þorsteinsdóttir, Sverrir Franz Vinginsson, Aníta Rós Brynjarsdóttir
1. Slagorð gegn einelti
Fulltrúar í nemendaráði komu með atkvæði bekkja um slagorð sem dreifðust mjög. Einnig kom fram ný tillaga frá 7. bekk sem var samþykkt samróma í nemendaráði að yrði slagorð skólans gegn einelti. Slagorð skólans verður:
Stöndum saman og stöðvum einelti.
Tillaga gerð að því að fá Pálinu og Valgerði í 9. bekk til að hanna slagorðið í sólina í anddyri.
2. Skíðaferð
Skólastjóra falið að kanna með skíðasvæði í Tindastóli, hvort hægt er að leigja búnað fyrir skóla.
3. Áskorun um nafnabreytingu
Skóalstjóri fór yfir könnun um nafn á skólann sem var gerð árið 2014. Þar voru nöfnin Hvammaskóli og Húnaskóli efst. Málið mun fara til umræðu í fræðsluráði.
4. Öskudagur
Tillögur um öskudag.
5. bekkur - hvert stig fari í leiki saman
6. bekkur - helmingaskipti um vilja til að ganga í fyrirtæki.
7. bekkur - Cilla
8. bekkur -
9. bekkur - Hugmyndir um keppnir á í íþróttasal. Ratleikur. Flestir á móti því að ganga í fyrirtæki. Einnig tillaga um stöðvar þar sem ýmsar keppnir eru.
10. bekkur -
Ákveðið að hafa bekkjarkeppni í búningum eins og vant er. Einnig ákveðið að ræða málið betur í bekkjum.
5. Skólalóð
Skólastjóri sýndi hugmyndalista nemenda um áherslur á skólalóð. Körfuboltavöllur er ofarlega á þeim lista. Þessi hugmyndalisti er vinnugagn lóðahönnuðar en ákvörðun um hvernig lóð verður skipulögð liggur ekki fyrir.
6. Ávextir í matsal.
Nemendaráð óska fjölbreyttari ávaxta í matsal. Ekki endilega á hverjum degi heldur mismunandi ávexti eftir dögum. Einnig saknar nemendaráðs eftirrétta í mötuneyti.
Næsti fundur verður mánudaginn 1. febrúar kl. 8:30
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is