Fundargerð nemendaráðs 29. mars 2019

 

Nemendaráð 22. fundur 29. mars 2019

Fundinn sátu, Bryndís Jóhanna, Ásdís Björg, Jóhann Smári, Máney Dýrunn, Indriði Rökkvi, Fróði, Ásdís Aþena, Eyrún Una.

 

 1.     Rætt um niðurstöður skólapúlsins

Niðurstöður verða kynntar á kennarafundi í næstu viku og í framhaldinu fyrir nemendaráði.

2.     Keppni um fyrirmyndar bekk

Rætt um möguleika á kurteisiskeppni milli bekkja. Ákveðið að atkvæði kennara gildi 1/3, atkvæði skólaliða og stuðningsfulltrúa 1/3 og starfsmenn eldhúss 1/3.

Eftirfarandi er metið:

Boðið góðan dag 1- 5 stig

Framkoma  1-5 stig

Umgengni 1-5 stig

Frágangur í stofu 1 – 5 stig.

 

Keppnin verður vikuna 1. – 5. apríl.

 3.     Símareglur

Skólastjóri kynnti aðferðafræði til að endurskoða símareglur.  Verið er að vinna úr gögnum.

4.     Boðtennisborð

Rætt um reglur um boðtennisborð. Ákveðið að hver bekkur geri tillögu að reglum á bekkjarfundi. Einnig ákveðið að kaupa Azteca – Riley fótboltaspil.

5.     Nemendadagur

Ákveðið að allir bekkir komi með tillögu að dagskrá nemendadags. Þær tillögur verði ræddar á bekkjarfundi.

6.     Teikning af nýbyggingu við skólann.

Skólastjóri kynnti teikningar af viðbyggingu og sagði frá kynningarferli sem fer af stað í næstu viku.

7.     10. bekkjar dagur

Ekki búið að ákveða hvenær hann verður.

 

Næsti fundur verður í þar næstu viku.

Fleira ekki tekið fyrir

Athugasemdir við fundargerð berist til skólastjóra.

Sigurður Þór Ágústsson