Fundargerð nemendaráðs

33. fundur nemendaráðs 31. ágúst 2020.

Mættir: Heiða Bára Pétursdóttir, Máney Dýrunn Þorsteinsdóttir, Eyrún Una Arnarsdóttir, Ásgerður Ásta Kjartansdóttir, Saga Ísey Þorsteinsdóttir, Sverrir Franz Vinginsson, Aníta Rós Brynjarsdóttir



  1. Kosning fulltrúa í ungmennaráð

Tvær tillögur lagðar fram um fulltrúa í ungmennaráð til tveggja ára:

  • Eyrún Una Arnarsdóttir.

  • Oddný Sigríður Eiríksdóttir.

Nemendaráð kaus leynilegri kosningu og niðurstaðan var að 

Eyrún Una er aðalmaður og Oddný Sigríður er til vara.

  1. Framkvæmd kosninga formanns nemendaráðs.

Ákveðið að kostið verði í hverjum bekk. Skólastjórnendur útbúa kjörseðla og fara í bekki. 

  1. Skólareglur

Skólareglum hefur verið breytt svo að eini drykkurinn sem leyfður er í skólanum er vatn. (fyrir utan matsal þar sem mjólk er einnig í boði)

  1. Síma og snjalltækjareglur

Þær eru óbreyttar frá fyrra ári.

 

  1. Önnur mál.

    1. Rætt um kynfræðslu og möguleika á því að samnýta krafta ólíkra aðila, s.s. ungmennaráðs, fjölskyldusviðs, félagsmiðstöðvar o.fl.

    2. Menningarmót og árshátið - hvenig væri hægt að halda þessa viðburði ef samkomutakmarknir verða?

    3. Spurt var um aðstoð við heimanám eftir skóla. Stefnt er að því. Nemendaráð leggur til að það verði 2-3 í viku sem hægt verði að fá aðstoð við námið í skólanum.



Fleira ekki tekið fyrir, athugasemdir berist til skólastjóra.