- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Nemendaráðsfundur kl. 11:00 á skrifstofu skólastjóra. Mættir: Máney Dýrunn, Heiða Bára, Eyrún Una, Ásgerður Ásta, Saga Ísey, Sverrir Franz, Aníta Rós,
1. Kosningar formanns
Talin atkvæði í kosningu. Heiða hlaut 34 atkvæði og Máney 59. Máney Dýrunn rétt kjörinn formaður og Heiða Bára varaformaður.
2. Slagorð gegn einelti
Fulltrúar í nemendaráði ræða eftirfarandi hugmyndir að slagorði skólans gegn einelti í bekkjum . Hver bekkur velur 1-3 slagorð sem þeim líst best á.
Berjumst gegn einelti
Burt með eineltið
E!nelti er BANNAÐ!
Ég er eins og ég er
Einelti er ekki gott
Einelti er ógeð
Eineltislaus skóli-það er okkar skóli
Stöndum saman
Stoppum einelti
Við erum góð við hvort annað
Við leggjum ekki í einelti hér!
3. Bréf frá umboðsmanni barna
Nemendráð for yfir bréf frá Umboðsmanni Alþingis um frumvarp Mennta- og menningarmálaráðuneytis um breytingu á viðmiðunarstundaskrá. Samþykkt var í nemendaráði að senda inn eftirfarandi athugasemd við frumvarpið.
Nemendaráð Grunnskóla Húnaþings vestra lýsir andstöðu sinni við þær hugmyndir að minnka valgreinar á unglingastigi. Það tekur undir sjónarmið umboðsmanns barna að mikilvægt sé að áherslur á áhugasviði nemenda hafi jafn mikið svigrúm í vali og nú er.
4. Ferðir á unglingastigi
Nemendaráð forgangsraðaði nemendaferðum á unglingastigi:
Efst er mikilvægast
Útskriftarferð 10. bekkjar
Skíðaferð/menningarferð/Skólahreysti
Háskólaferð
Haustferð 8. - 10. bekkjar/Valgreinahelgar
5. Afhentur undirskriftalisti.
Nemendur skora á skólayfirvöld að breyta nafni skólans í Húnaskóli. Skólastjóri mun koma undirskriftalistunum áfram til Bygðarráðs.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is