Fundargerð 4. bekkjar

4. bekkur

14. september 

Haldinn var fyrsti fundur vetrarins og gáfum við okkur góðan tíma til fundarhalds.

Umræða um bangsana okkar í stofunni og af hverju við erum með þá.

Birna bangsi er komin í leitirnar og kemur á næstu dögum til okkar.

Ýmsar umræður um okkur sjálf og hvernig við sjáum okkur. 

Umræða um morgun frímínúturnar og hvað við getum gert ef upp koma vandamál.

Umræða um haustferðina okkar á morgun.

Passa upp á mas í tímum og hádegismat.

Endað var á hróshring.