Fundargerð 4. bekkjar 20. mars

Ræddir voru fyrirfram ákveðnir umræðupunktar og önnur mál.

  • Hrós hringur þar sem allir tóku þátt. Gaman að fylgjast með nemendum hrósa hvort öðru.

  • Farið var yfir skipulag í kringum páska. Síðasti skóladagurinn á morgun, á föstudaginn er viðtalsdagur þar sem umsjónarkennari heyrir í foreldrum í gegnum síma, skólinn byrjar aftur 2. Apríl.

  • Námsefni aðeins rætt. Nemendum finnst sumt námsefni ívið of erfitt. Námsefnið útskýrt og vonandi hjálpaði það.

  • Nemendur fengu að vita að það eru bara 9 vikur eftir af þessu skólaári. Fór misjafnlega vel í nemendur.

  • Önnur mál: fótboltavöllurinn var ræddur og nemendur voru hvattir til að hugsa í lausnum.

  • Endað var að fara þakkarhringinn sem gekk vel.