- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
8. maí
Farið var yfir framkomu, hvað er óæskilegt. Nemendur voru minntir á það sem við erum búin að vera að læra í Halló heim. Allir hafa val um hverja þeir leika við og umgangast, við þurfum að passa vel uppá að við gerum ekki við aðra það sem við viljum ekki að aðrir geri við okkur.
Spurt út í Ég - vikuna með miðstiginu og nemendur voru ánægðir með tímann þar.
Rædd var matarviktunin sem var og mikilvægi þess að halda áfram að passa sig að henda ekki mat. Upp kom hugmynd um að 4. bekkur fengi að skammta sér sjálfur.
Allir fengu að koma með eitt málefni til að ræða og örfáir nýttu tækifærið til að ræða málefni.
Maturinn sem bekkurinn valdi færist um eina viku og verður næsta föstudag.
Allir tóku virkan þátt í hrós hringnum.
Allir búnir að standa sig vel síðustu daga og fengu hrós fyrir það.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is