- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Fundargerð 4.bekkjar 4.janúar 2023
Farinn þakklætishringur og höfðu allir eitthvað til að þakka fyrir og þurftu nemendur ekkert að hugsa sig um.
Rætt um samskipti í frímínútum og voru allir sammála um að það væri mjög gaman og gengi vel.
Kennari ræddi um sundtíma gærdagsins, það kom kvörtun um hávaða í stúlknaklefa og eins að aðilar í strákaklefa hefðu ekki farið í sturtu. Kennari fór yfir reglurnar og minnti á sturtuskylduna og eins að taka tillit til annarra sundlaugargesta með tilliti til hávaða.
Nemendur komu með fyrirspurn hvenær byrjað yrði á nýrri stærðfræðibók. Kennari benti þeim á að fyrst yrðu þeir að klára hina og ætla allir að keppa að því að klára hana sem fyrst.
Kennari hrósaði nemendum fyrir mikla jákvæðni og gleði fyrstu tvo dagana og hvatti þá eindregið til að halda áfram á sömu braut.
Fundi slitið.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is